Allir sem greitt hafa iðgjöld til EFÍA geta fengið lán úr sjóðnum. Hægt er að blanda saman ólíkum lánsformum og ná þannig fram þeirri samsetningu sem best fellur að óskum og greiðslugetu hvers og eins.

Verðtryggð lán
með breytilegum vöxtum
Verðtryggð lán
með föstum vöxtum
Óverðtryggð lán
með föstum vöxtum
 • Vextir eru 3,35%
 • Vextir breytast á 3 mánaða fresti
 • Lánstími er 5-40 ár
 • Hámarkslánveiting er 40 m. kr.
 • Jafnar greiðslur/jafnar afborganir
 • Uppgreiðanlegt hvenær sem er 
 • Ekkert uppgreiðslugjald
 • Vextir eru 3,75%
 • Vextir eru fastir í 5 ár
 • Lánstími er 5-40 ár
 • Hámarkslánveiting er 40 m. kr.
 • Jafnar greiðslur/jafnar afborganir
 • Uppgreiðanlegt hvenær sem er 
 • Ekkert uppgreiðslugjald
 • Vextir eru 5,75%
 • Vextir eru fastir í 3 ár
 • Lánstími er 5-40 ár
 • Hámarkslánveiting er 40 m. kr.
 • Jafnar greiðslur/jafnar afborganir
 • Uppgreiðanlegt hvenær sem er 
 • Ekkert uppgreiðslugjald

Veðsetning getur að hámarki verið 65% af metnu markaðsvirði íbúðarhúsnæðis. Sjóðurinn býður upp á viðbótarlán upp að 75% veðhlutfalli.

 • Viðbótarlán bera viðbótarvaxtaálag sem ákveðið er af stjórn sjóðsins, nú 0,75%.
 • Fari lánsfjárhæð yfir 65% veðhlutfall er gerð krafa um að lán sjóðsins sé á 1 veðrétti og viðbótarlán á 2. veðrétti.
 • Veðsetning má þó aldrei vera hærri en 100% af brunabótamati.

Bókaðu fund í síma 444 8960 eða á efia@arionbanki.is. Fjármálaráðgjafar í Arion banka, Borgartúni 18, 105 Reykjavík veita nánari upplýsingar og aðstoð varðandi allt sem viðkemur nýjum og eldri lánum. Þeir sem eru utan höfuðborgarsvæðisins geta leitað til Arion banka í sinni heimabyggð.  

Reikna lán
 

Lánsumsókn