Sækja um útgreiðsluSaekja-um-utgreidsluTrueFalseFalseFalse/forsida/utgreidslur/saekja-um-utgreidslu/ÚtgreiðslurUtgreidslurTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=8a8f289a-9ebf-4c50-b21a-c74d9a184d2a
Útgreiðslur

Útgreiðsludagar og afgreiðslutími

Útgreiðsla elli-, maka-, barna- og örorkulífeyris fer fram síðasta virka dag mánaðar. Afgreiðsla elli- og makalífeyris getur tekið allt að 8 vikur og örorkulífeyris allt að 12 vikur. Barnalífeyrir er greiddur út samhliða örorku- og makalífeyri ef við á.

Afgreiðsla umsóknar

Afgreiðsla umsókna getur tekið þó nokkurn tíma þar sem tryggingafræðingur sjóðsins þarf að úrskurða um réttindi umsækjanda til lífeyris úr samtryggingarsjóði. Í tilfellum örorku yfirfer trúnaðarlæknir sjóðsins læknisvottorð og gefur út örorkumat. Loks eru réttindi hjá öðrum sjóðum könnuð. Ef umsækjandi á lífeyrisrétt í öðrum lífeyrissjóðum er umsókn áframsend á viðeigandi sjóði, nema óskað sé eftir öðru.

Umsóknir og fylgigögn

Allar tegundir útgreiðsluumsókna má nálgast hér, en á þeim kemur fram hvaða fylgigögnum ber að skila inn samhliða umsókn. Útgreiðsluumsókn ásamt fylgigögnum skal senda á utgreidslur@arionbanki.is eða í pósti til Lífeyrisþjónustunnar, Túngötu 3, 580 Siglufirði. 

Fá ráðgjöf

Hjá Arion banka starfar öflugur hópur sérfræðinga sem veitir faglega ráðgjöf þegar kemur að útgreiðslu lífeyris og aðstoðar við útfyllingu umsókna um útgreiðslu sé þess óskað. Sérstök móttaka sjóðfélaga EFÍA er í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 og eru sjóðfélagar eindregið hvattir til að nýta sér þá þjónustu. Jafnframt er mælt með að leita ráðgjafar hjá TR vegna mögulegra áhrifa útgreiðslna úr lífeyris- og séreignarsjóðum á greiðslur frá TR og hjá RSK m.a. vegna nýtingu skattkorts og persónuafsláttar ásamt því að fá nánari upplýsingar um skatta m.t.t. útgreiðslu lífeyrissparnaðar.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira